Vigdís Jónsdóttir fæddist 16. júlí 1926. Hún lést 4. júní 2024.

Útför Vigdísar fór fram 18. júní 2024.

Mér hefur alltaf þótt afar vænt um nafnið mitt og að heita í höfuðið á ömmu Guðrúnu og Dísu frænku, konum sem ég hef alltaf litið mikið upp til og hafa verið mér mikilvægar fyrirmyndir alla tíð. Dísa frænka var líka skírð í höfuðið á ömmu sinni, Vigdísi, sem ég hef heyrt margar sögur af og þótti mikill skörungur. Það kom heldur ekki annað til greina en að Emblan mín fengi líka að bera Vigdísarnafnið svo að þar er falleg tenging á milli fjögurra ættliða.

Fallegt samband ríkti alla tíð á milli mömmu, Dísu og ömmu Guðrúnar. Í kringum þær ríkti alla tíð gleði, húmor, jákvæðni og virðing. Þær stóðu alltaf saman þegar eitthvað bjátaði á og einnig upplifðu þær saman alls konar ævintýri sem þær hafa

...