Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir

Forsenda þess að karlar og konur geti tekið jafnan þátt í launavinnu sem og öðrum störfum utan heimilis er að þau skipti með sér umönnun barna sinna. Þessi setning kemur fram í greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum um fæðingar- og foreldraorlof árið 2000, fyrir tæpum 25 árum. Ég tel að við séum flest sammála um þetta; foreldrar af öllum kynjum þurfa að hafa tækifæri til að sinna börnum sínum jafnt og fæðingarorlofskerfið gegnir lykilhlutverki til að ná því markmiði – og þar með við að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði.

Fæðingar- og foreldraorlof var lengt úr 10 mánuðum í 12 í byrjun árs 2021 og sjálfstæður réttur hvors foreldris varð sex mánuðir. Meðalfjöldi daga sem nýttir eru af feðrum hefur aukist við þessar breytingar. Það er mjög mikilvægt skref því það stuðlar að auknu jafnrétti. En staða barnafjölskyldna hér á landi er aftur á móti ekki nógu góð að öllu leyti.

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir