Frestun samgönguáætlunar Alþingis 14.6. og bið eftir endurskoðun samgöngusáttmála viðheldur óvissu í uppbyggingu betri samgangna höfuðborgarsvæðisins.
Þórarinn Hjaltason
Þórarinn Hjaltason

Þorkell Sigurlaugsson og Þórarinn Hjaltason

Svokölluð endurskoðun samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 hefur tekið meira en heilt ár, en er nú lofað á næstunni, jafnvel fyrir júnílok. Miklar væntingar byggðust upp í kjölfar undirritunar hans og nú endurskoðunarinnar. Strax í tengslum við borgarstjórnarkosningar 2022 bentu ýmsir á þörf fyrir róttæka endurskoðun, en þöggun var í gangi.

Svo kom gagnrýnin grein Bjarna Benediktssonar, þá fjármálaráðherra, í Morgunblaðinu 2. september 2023. Yfirskrift greinarinnar segir allt um áhyggjur hans af framkvæmd samgöngusáttmálans. „Villumst ekki inn í skóg ófjármagnaðra hugmynda“. Komið hafði í ljós að ýmsar framkvæmdir eru illframkvæmanlegar, kostnaðaráætlanir allt of lágar og augljóst að framkvæmdir myndu tefjast

...