Áslaug Á. Jóhannsdóttir fæddist á Skriðulandi, Hörgársveit, 16. febrúar 1938. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, 12. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Ástríður Margrét Sæmundsdóttir, f. 1896, d. 1982, og Jóhann Friðrik Sigvaldason, f. 1889, d. 1957. Systkini Ásu: Bára (hálfsystir frá föður), f. 1921, d. 1996, Sæmundur, f. 1924, d. 2008, drengur, f. 1925, d. 1925, Gunnar Þór, f. 1926, d. 1987, Sigrún, f. 1928, d. 2023, Snjólaug, f. 1930, d. 1930, Baldvin Helgi, f. 1931, d. 1944, Þóroddur, f. 1932, d. 1989, Aðalsteinn, f. 1934, d. 2017, Snjólaug Jóhanna, f. 1938 (tvíburasystir Ásu), og Bryndís, f. 1942.

Árið 1964 gekk Áslaug í hjónaband með Hans Meinhard Jensen frá Sørvogi, Vogey, Færeyjum, f. 1932, d. 2017. Þeim varð ekki barna auðið. Fyrir hjónaband átti Ása dótturina Hönnu Heiðbjörtu, f. 1955, d. 2024. Kjörforeldrar hennar voru

...