Bjarni Árnason fæddist í Birkihlíð í Skriðdal 3. desember 1941. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Dyngju 13. júní 2024.

Foreldrar hans voru Árni Bjarnason, f. 7. ágúst 1915, d. 2. júlí 2009, og Ragnheiður Einarsdóttir, f. 27. september 1922, d. 26. febrúar 2012. Bræður Bjarna eru: Sigurður, f. 3. desember 1941, maki Sigvarðína Guðmundsdóttir, f. 10. mars 1942; Einar, f. 17. febrúar 1947, maki Sigríður Pálsdóttir, f. 9. febrúar 1956; Sigurbjörn, f. 7. febrúar 1954, maki Ásta Sigríður Sigurðardóttir, 2. október 1957.

Bjarni giftist Jónu G. Guðmundsdóttur 3. desember 1966. Börn þeirra eru: 1) Ómar flugvirki, f. 28. júní 1967, kvæntist Margréti Lindu Alfreðsdóttur, f. 23. ágúst 1966, þau skildu. Börn þeirra eru: Eydís Rut, f. 28. ágúst 1989, og Hafsteinn Freyr, f. 10. nóvember 1992. Sambýliskona Ómars er Þórey Sigfúsdóttir, f. 20. febrúar 1966.

...