Árvakur mun ekki láta þrjóta stöðva fréttaflutning

Árvakur, útgáfufélag Morgun­ blaðsins, varð í gær fyrir stórfelldri netárás sem hefur haft áhrif á nær öll tölvukerfi fyrirtækisins. Þegar árásarinnar varð vart og alvarleiki umfangs hennar ljós, var ákveðið að slökkva á mbl.is og sömuleiðis stöðva útsendingar útvarpsstöðvanna K100 og Retro.

Um leið og árásarinnar varð vart var hafist handa við að kanna umfangið og reyna að takmarka tjónið. Svo virðist sem rússnesk glæpasamtök hafi verið á bak við árásina. Árásir af þessum toga eru engin nýlunda. Ekki er langt síðan greint var frá slíkum árásum á Háskólann í Reykjavík og bifreiðaumboðið Brimborg.

Netið hefur verið vettvangur margvíslegra framfara, en það getur einnig verið skuggalegur staður. Erfitt getur verið að sporna við netglæpum og sum ríki beinlínis ýta undir netglæpasamtök eða stunda jafnvel ríkisrekna netglæpi. Norður­Kórea er gott dæmi um það. Þar hafa stjórnvöld markvisst stundað tölvuárásir

...