Í yfirferð um þingstörfin hefur komið fram að þingið hafi verið ágætlega starfsamt, skilað drjúgum fjölda nýrra laga og þingsályktana, auk þess sem ráðherrar hafi svarað allmörgum fyrirspurnum þingmanna.

Þetta lagðist ágætlega undir lokin, sagði Birgir Ármannsson forseti Alþingis spurður um þinglokin um helgina. Í yfirferð um þingstörfin hefur komið fram að þingið hafi verið ágætlega starfsamt, skilað drjúgum fjölda nýrra laga og þingsályktana, auk þess sem ráðherrar hafi svarað allmörgum fyrirspurnum þingmanna, þó að sumir hinna síðarnefndu horfi meira til þeirra fyrirspurna sem ekki hafi fengist svör við og séu ekki nema mátulega sáttir. Í þeim efnum má þó hafa í huga að sumir þingmenn virðast telja það sitt helsta hlutverk að semja langa spurningalista í þeirri von að einhvers staðar kunni að dúkka upp áhugavert svar.

Birgir benti einnig á að fjöldi mála væri ekki mælikvarði í sjálfu sér og nefndi í því sambandi að mál væru misjafnlega stór. Það er vissulega rétt, en því til viðbótar er ástæða til að nefna að afköst þingsins eru í sjálfu sér ekki heldur mælikvarði á gæði þingstarfanna. Mögulega er því öfugt farið.

...