Margrét Hrefna Ögmundsdóttir fæddist á Illugastöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1932. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 18. júní 2024.

Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson húsasmiður, f. 26. júlí 1886, d. 20. ágúst 1956, og Oddný Sesselja Sigurgeirsdóttir húsmóðir, f. 9. september 1903, d. 3. desember 1999. Bræður hennar samfeðra voru Kolbeinn, Jóhann, Ólafur Þórarinn og Haraldur. Kjörsystir hennar var Hrefna, þau eru öll látin. Alsystir hennar er Guðný Þórunn, f. 11. júlí 1937.

Margrét giftist 7. september 1957 Snorra Þór Rögnvaldssyni húsgagnasmið, f. 2. júlí 1926, d. 13. febrúar 2008. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Tímoteus Þórðarson, f. 15. nóvember 1882, d. 26. mars 1967, og Ingibjörg Árnadóttir, f. 28. júní 1888, d. 23. ágúst 1982. Börn Margrétar og Snorra eru: 1) Rósa Björk, f. 12. maí 1958, d. 12. maí 1958. 2) Ögmundur, f. 12. júní 1959,

...