Lúðvík Sigurður Sigurðsson fæddist í Neskaupstað 23. febrúar 1940. Hann lést á heimili sínu 14. júní 2024.

Lúðvík var sonur hjónanna Berthu Serínu Margrétar Stefánsdóttur, húsfreyju í Neskaupstað, f. 24. desember 1914, d. 8. nóvember 2000, og Sigurðar Lúðvíkssonar, útgerðarmanns og skipstjóra í Neskaupstað, f. 21. desember 1904, d. 12. september 1990. Systkini Lúðvíks eru Anna Karen, f. 14. febrúar 1936, Ingibjörg, f. 24. febrúar 1948, d. 7. nóvember 2023, og Bertha Sigríður, f. 10. maí 1953.

Börn Lúðvíks og Brendu Isobel Sigurðsson, f. 29. ágúst 1945, eru: 1) Sigurður John, f. 1968, kvæntur Jolöntu Elzbietu Szczesniak. Börn Sigurðar eru Helen, Alexaner John og Viktoria Isabel. 2) Stefán Karl, f. 1971, sambýliskona Hrafnhildur Mjöll Geirsdóttir. Hún á einn son. 3) Sindri, f. 1978. 4) Sölvi Michael, f. 1986, sambýliskona Arnleif

...