Kína gengur æ lengra gagnvart nágrönnum sínum.

Kínversk stjórnvöld telja sig eiga að ráða yfir nánast öllu Suður-Kyrrahafi og að auki yfir eyjunni Taívan. Breytir engu fyrir stjórnina í Peking þó að alþjóðlegur dómstóll í Haag hafi úrskurðað gegn sjónarmiðum þeirra um Suður-Kyrrahaf og þó að á eyjan Taívan sé sjálfstætt og fullvalda lýðræðisríki og að þar hafi verið sjálfstætt ríki jafn lengi og kommúnistaflokkurinn kínverski hefur ráðið yfir meginlandi Kína.

Eftir því sem Kína hefur vaxið ásmegin, jafnt efnahagslega og hernaðarlega, hefur þrýstingur þess gagnvart nágrönnum orðið meiri og yfirgangurinn augljósari. Hótanirnar í garð Taívans eru viðvarandi og vaxandi og birtast ekki aðeins í yfirlýsingum kínverskra stjórnvalda heldur einnig í heræfingum og kvörtunum yfir því að aðrir sigli um Taívan-sund, svo sem í síðasta mánuði þegar bandarískt herskip sigldi í gegnum sundið undir skömmum frá Kína. Bandaríski herinn vísaði í skýlausan rétt til frjálsra ferða um höfin en

...