En keisarinn stendur ber uppi á sviði og kanínan sem hann ætlaði að draga upp úr hattinum, við mikinn fögnuð, reynist bara dauð rotta.
Árni Árnason
Árni Árnason

Svokölluðum ráðgjafarfyrirtækjum fjölgar hin seinni árin eins og myglugróum. Stjórnvöld hafa verið einstaklega dugleg að kaupa þjónustu slíkra fyrirtækja.   Nýlegt dæmi er um Bankasýsluna, sem keypti ráðgjafarþjónustu fyrir tugi milljóna eftir að búið var að ákveða að leggja Bankasýsluna niður. Kannski ekki alveg að marka þar sem ráðgjöfin var keypt af lögmannsstofu sem einn í stjórn Bankasýslunnar er meðeigandi í.
Ráðuneytin borga hundruð milljóna fyrir ráðgjöf utan úr bæ, þó að innan ráðuneytanna séu starfandi heilu herirnir af lögfræðingum og „sérfræðingum“.
En hvað er mikið að marka þessi svokölluðu „ráð“? Skoðum það aðeins nánar.
Faxaflóahafnir fengu ráðgjafarfyrirtækið Drewry til að meta rekstrarfyrirkomulag Sundahafnar til framtíðar. Þeim leist ekki vel á að innviðir eins og hafnir væru alfarið reknir af einkaaðilum (Eimskip og Samskip) og öðrum haldið frá því að nýta hafnirnar með góðu móti.

...