Fyrir hálfri öld gerðum við tillögu að Austurstræti sem göngugötu. Hún virðist eiga sér framhaldslíf.
Gestur Ólafsson
Gestur Ólafsson

Alveg er það yndislegt hvernig hjól tímans snúast og hvernig góðar hugmyndir geta verið lífseigar þrátt fyrir allt.
Fyrir rösklega hálfri öld var okkur á Teiknistofunni Garðastræti 17 falið að vinna tillögur að „Endurskipulagi eldri hverfa“ borgarinnar. Hluti af þessari vinnu var athugun á möguleika á að gefa gangandi fólki í þessum hverfum meiri forgang bæði í Austurstræti og fleiri götum á þessu svæði. Sem hluta af skipulaginu könnuðum við þessi mál nokkuð rækilega og skiluðum m.a. skýrslu til borgarinnar árið 1973 um „varanlega breytingu Austurstrætis í göngugötu“, sem fróðlegt er að lesa í dag, og veltum þar upp ýmsum möguleikum og hugsanlegum útfærslum, unnum kostnaðaráætlanir fyrir þessa möguleika og könnuðum afstöðu fólks til þessara mála.
Okkur var síðan falið að hanna breytingar á Lækjartorgi og Austurstræti að hluta og þar gerðum við m.a. tillögu um  að „gamli turninn“ yrði endurnýjaður og fluttur á Austurstræti,

...