Eiríkur Brynjólfsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1930. Hann lést 10. júní 2024.

Útför fór fram 25. júní 2024.

Ég vil minnast tengdapabba míns, Eiríks Brynjólfssonar, með örfáum orðum.

Ég kom inn í fjölskylduna fyrir næstum 40 árum og á þeim tíma hef ég fengið að kynnast Eiríki. Hann var einstaklega fróður maður, víðlesinn og skipti nánast engu máli hvað umræðuefnið var – hann vissi alltaf eitthvað um það. Lengst af starfaði hann hjá BYKO, í yfir 40 ár, og var fyrsti starfsmaðurinn þar án fjölskyldutengsla. Eiríkur var alltaf snyrtilegur og flottur í tauinu, jafnvel þegar hann var að moka eða setja niður tré í landinu hennar Önnu – þá var hann í skyrtu.

Eiríkur var duglegur að ferðast, bæði innanlands og utan. Við fórum saman í ófáar ferðir. Þegar ég fór yfir myndir af Eiríki og Völlu kom berlega í ljós hversu víða

...