Þórarinn Kópsson 24. apríl 1960. Hann lést 11. júní 2024.

Útför Þórarins fór fram 24. júní 2024.

Elsku Tóti.

Þessi kveðjuorð eru svo óskiljanleg og ótímabær því að tíminn þinn hér á jörðu í 64 ár var allt of stuttur - of stuttur fyrir fjölskylduna þína og of stuttur fyrir vini þína.

Við kynntumst Tóta er Edda fór að slá sér upp með sér yngri manni og var nú oft gantast með það er við hittumst.

Tóti var einstaklega þægilegur, skemmtilegur og viðkunnanlegur og var ávallt mikið hlegið og opnar umræður um allt milli himins og jarðar. Tóti fylgdist vel með og var hörkuduglegur í öllu sem hann lagði fyrir sig. Hann gat rætt um allt milli himins og jarðar, hvort sem var pólitík eða íþróttir. Aðallega var fylgst með fótboltanum og sérstaklega ef Reynir tengdasonur í Fjölni var að keppa eða Aron okkar var að

...