Ellý Katrín Guðmundsdóttir fæddist 15. september 1964. Hún lést 13. júní 2024.
Útför Ellýjar fór fram 25. júní 2024.

Það var á ofanverðri síðustu öld sem ung kona leitaði til mín til að spjalla um flutning til Wisconsin. Það fór vel á með okkur og Ellý, Magnús og Ingibjörg fluttu síðan til Madison og góður vinskapur hófst. Makar okkar voru í námi sem krafðist mikillar fjarveru frá heimili. Mér fannst það stundum reyna á en minnist þess ekki að Ellý þætti það tiltökumál. Ég fann fljótt að hún bjó yfir mun meiri ró og dyggðum, kenndum við Stóumenn, en ég.

Fjölskylda Ellýjar stækkaði þegar Guðmundur fæddist og hún lauk jafnframt framhaldsnámi í umhverfislögfræði. Þegar ljóst var að fjölskyldan færi til Washington sótti Ellý um starf hjá Alþjóðabankanum og sinnti mikilvægum verkefnum. Þótt lengra væri á milli okkar hafði það ekki áhrif á vinskapinn. Við ókum þvert yfir

...