Englendingar urðu sigurvegarar í C-riðli Evrópumóts karla í fótbolta í Þýskalandi án þess að sýna nein sérstök tilþrif í þremur leikjum sínum.
Gleði Slóvenar höfðu fulla ástæðu til að fagna eftir
jafnteflið við England því þeir eru komnir áfram úr riðlakeppni EM í
fyrsta sinn.
Gleði Slóvenar höfðu fulla ástæðu til að fagna eftir jafnteflið við England því þeir eru komnir áfram úr riðlakeppni EM í fyrsta sinn. — AFP/Kirill Kudryavtsev

EM í fótbolta
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is

Englendingar urðu sigurvegarar í C-riðli Evrópumóts karla í fótbolta í Þýskalandi án þess að sýna nein sérstök tilþrif í þremur leikjum sínum.

Þeir gulltryggðu efsta sætið með markalausu jafntefli gegn Slóvenum í Köln á meðan Danir og Serbar skildu líka jafnir án marka í München.

England með fimm stig, Danmörk með þrjú stig og Slóvenía með þrjú stig fara því öll í sextán liða úrslitin en Serbar fengu tvö stig og eru úr leik. Fimm af sex leikjum riðilsins enduðu með jafntefli, allir nema sigurleikur Englands gegn Serbíu í fyrstu umferðinni.

Danir mæta Þjóðverjum

Englendingar mæta einhverju liðanna sem enda í þriðja sæti í sínum riðli en Danir mæta gestgjöfunun, Þjóðverjum, í sextán liða úrslitum. Slóvenar mæta annaðhvort Portúgal eða sigurvegara

...