Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað stúlkum 20 ára og yngri, tapaði í gær í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í Norður-Makedóníu þegar það beið lægri hlut fyrir Portúgal, 26:25. Þetta var úrslitaleikur um sigur í milliriðlinum en Portúgal fékk þar með 5 stig og Ísland 4 og bæði liðin fara í átta liða úrslitin sem leikin eru á morgun. Þar leikur Ísland gegn Ungverjalandi og Portúgal mætir Danmörku. Elín Klara Þorkelsdóttir var langmarkahæst í íslenska liðinu með 8 mörk.

Stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, tapaði naumlega fyrir Svíum, 78:73, á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð í gær. Íslenska liðið hefur því tapað báðum leikjum sínum en það beið lægri hlut gegn Írlandi í gær og mætir Dönum í lokaleiknum í dag. Agnes María Svansdóttir skoraði 23 stig fyrir Ísland og Anna Lára Vignisdóttir

...