Hægt væri að nýta skurðstofur í kringum Höfuðborgarsvæðið betur ef 
þær væru í rekstri einkaaðila. Íbúar svæðanna myndu njóta góðs af því.
Hægt væri að nýta skurðstofur í kringum Höfuðborgarsvæðið betur ef þær væru í rekstri einkaaðila. Íbúar svæðanna myndu njóta góðs af því. — Morgunblaðið/Golli

Hún var áhugaverð fréttin sem birtist í Morgunblaðinu í gær um nýja frjósemisstofu sem til stendur að opna hér á landi. Það eitt og sér er vissulega ánægjulegt og aðdáunarvert, þegar einkaaðilar taka sig til og verja tíma sínum og fjármagni til að byggja upp fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu. Það var þó ekki síður áhugavert sem fram kom í máli stofnenda félagsins að mögulega gæti það einnig þjónustað erlenda aðila með því sem kallað er heilbrigðisferðamennska. Það er ekkert því til fyrirstöðu að erlendir aðilar geti nýtt sér þjónustu einkaaðila á Íslandi, hvort sem það er vegna frjósemi eða annarra þátta.

Hér mætti til gamans rifja upp hugmyndir sem Róbert Wessmann kynnti fjárfestum fyrir rúmum áratug, áður en hann stofnaði Alvotech. Þær hugmyndir snerust í stuttu máli um það að einkaaðilar gætu tekið yfir rekstur skurðstofa á sjúkrahúsunum í Keflavík og á Akranesi (sem þá voru að mestu ónýttar og stóðu alls

...