Þeir Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu „sjá að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra er með allar klær úti við að safna lánsfé fyrir ríkissjóð.“
Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Þeir Huginn og Muninn í Viðskiptablaðinu „sjá að Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra er með allar klær úti við að safna lánsfé fyrir ríkissjóð. Um daginn var það græn skuldabréfaútgáfa og í þessari viku er það kynjuð skuldabréfaútgáfa.“

Þá kviknar spurningin hvort önnur skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs sé úrkynjuð, sem gæti skýrt eitt og annað. Eðli hinna kynlegu skuldabréfa er samt aðalmálið, en fjármálaráðherra segir að útgáfan sé „hluti af ráðstöfunum til að draga úr byrði kvenna og kvára af ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum.“

Hrafnarnir velta fyrir sér „hvort þetta þýði með öðrum orðum að ríkið ætli að fara fjármagna húsmæðra- og húskváraorlof. En þeir eru gamlir í hettunni og vita sem er: Þetta er eingöngu skuldasöfnun til að fjármagna hítina sem ríkisreksturinn er

...