Mark Rutte er ekki sá leiðtogi sem NATO þarf

Greint var frá því í gær að Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, yrði næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) hinn 1. október. Þar tekur hann við keflinu af Norðmanninum Jens Stoltenberg, sem þar hefur þurft að hlaupa hratt og langt undanfarinn áratug.

Velflest bandalagsríki NATO eru ánægð með valið á Rutte, hann þykir hæfur og skilvirkur stjórnanandi, vel kynntur víða um veröld eftir 14 ár í forsætisráðherrastóli, þægilegur og þekkilegur maður, jafnvel hress náungi, var mannauðsstjóri áður en hann fór í pólitík – öruggur, ekki óútreiknanlegur.

Allt er það gott, en vandinn er sá að Rutte er að mörgu leyti lægsti samnefnarinn, embættismaður frekar en leiðtogi, en viðsjár í varnar- og öryggismálum Evrópu og raunar heimsins alls hafa ekki verið meiri um áratugaskeið.

Ýmsir öflugir voru áður til nefndir í starfið. Áskilið er að framkvæmdastjórinn komi frá Evrópuríki en um hann þarf að

...