Sparnaður ríkisins myndi endurspegla tap skuldabréfaeigenda, sem eru að langsamlega stærstum hluta lífeyrissjóðir og á endanum sjóðfélagar þeirra, þ.e. fólkið í landinu.
Óttar Pálsson
Óttar Pálsson

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og fyrrverandi ráðherra fjármála- og efnahagsmála, birti um síðustu helgi grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins undir fyrirsögninni „Augljósir almannahagsmunir“. Í greininni er fjallað um fjárhagsvanda ÍL-sjóðs sem áður hét Íbúðalánasjóður og rakið hvernig vandi sjóðsins er sögulega til kominn. Fyrir liggi að eignir sjóðsins hrökkvi ekki fyrir skuldum. Verulegur halli hafi verið á rekstri sjóðsins undanfarin ár en áætlað tap hans nemi um 1,5 milljörðum króna á mánuði eða 18 milljörðum á ári. Það muni kosta ríkissjóð 478 milljarða króna, miðað við áætlaða stöðu um síðustu áramót, að reka sjóðinn út líftíma hans. Núvirt sé sú fjárhæð um 200 milljarðar króna. Ráðherrann víkur síðan að ábyrgð Alþingis og skyldu gagnvart almenningi að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Hagfelldasta leiðin væri að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör.

Í skrifum ráðherrans er ekki

...