Ríkið tók á sig ábyrgð gagnvart eigendum íbúðabréfanna sem það hleypur ekki frá án þess að baka sér skaðabótaskyldu.
Þórey S. Þórðardóttir
Þórey S. Þórðardóttir

Áform stjórnvalda um að slíta ÍL-sjóðnum með lagavaldi eru hvorki siðleg né lögleg og jafngilda eignaupptöku. Þetta er samt sú leið sem ríkið markar sér í frumvarpi um slit ógjaldfærra aðila. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi utanríkisráðherra, lagði frumvarpið fram á Alþingi í febrúar 2024. Markmið þess er að lögfesta heimild til handa ríkinu að slíta ÍL-sjóðnum, áður Íbúðalánasjóði.
Hér eiga lífeyrissjóðir gríðarmikilla hagsmuna að gæta enda eigendur um 80% íbúðabréfa sem námu um 96% eigna ÍL-sjóðs við stofnun hans 2004.
Í grein í Morgunblaðinu 23. júní 2024 kallar Þórdís Kolbrún það „augljósa almannahagsmuni“ að ríkið standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart eigendum íbúðabréfanna. Forystusveitir lífeyrissjóða svara þá í nafni almannahagsmuna frá sínum bæjardyrum og fallast ekki á að ríkið bjargi sér úr eigin vandræðum á kostnað sjóðfélaga sinna.
Þetta sjónarmið

...