Þeir sem styrkja þessi samtök eru að höggva á rætur íslensks velferðarkerfis.
Jón Sigurgeirsson
Jón Sigurgeirsson

Stöðugur áróður forheimskar fólkið. Því er haldið fram að gróði útgerðarinnar stafi af því að henni hafi verið afhentur fiskurinn í sjónum án endurgjalds. Auðvitað átti ríkið þátt í þeirri hagræðingu sem gerir útgerðina hagkvæma. Íslendingar eru mjög framarlega í hagræðingu og tæknivæðingu í sjávarútvegi, m.a. með gjörnýtingu aflans og þróun véla í vinnslunni og öflugri skipa.  Það er tvennt, sem skapar gróða í sjávarútvegi, þ.e. þáttur útgerðar og iðnfyrirtækja að auka hagkvæmni og þáttur ríkisins með vísindalegri nýtingu, útfærslu landhelginnar o.fl. Þegar ég var ungur voru veiðar frjálsar og útgerðir sem bæjarfélög höfðu sett á laggirnar á hvínandi kúpunni.

Hér á landi eru niðurrifssamtök sem reyna að koma í veg fyrir allt sem eflir atvinnulífið. Þau eru sýnilega þeirrar trúar að peningarnir verði til í óþrjótandi ríkiskassa og við eigum barasta að lifa á honum. Þessi samtök stóðu m.a. fyrir því að vegalagning um

...