Starfið í Gunnarsholti er afrek og Sveinn gerir sögunni góð skil og kappkostar að koma bæði starfsfólki Landgræðslunnar að og velunnurum hennar í máli og myndum.
Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson

Út er gefin bókin Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum. Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri til 44 ára skrifar bókina. Það er Bókaútgáfan Sæmundur sem gefur hana út Bjarni Harðarson á Selfossi. Bókin er mikil að vöxtum 470 blaðsíður og ekki "rúmvæn,” eins og Sveinn orðaði það á útgáfuhátíðinni í Sagnagarði í Gunnarsholti.

Saga Gunnarsholts er rakin í máli og myndum frá því að Gunnar Baugsson og Hrafnhildur Stórólfsdóttir afi og amma Gunnars Hámundarsonar á Hlíðarenda reistu þar bú í öndverðu. Bókin er gersemi og prýdd 1082 myndum um leið og sagan er rakin. Stærst verður sagan þegar sand- og landgræðslustjórarnir setjast að í Gunnarsholti og taka að berjast við svartan sandinn, uppblásturinn og óhætt er að segja að sigrarnir hafi verið unnir um allt land frá Gunnarsholti.

Sveinn segir: "Það er ógjörningur fyrir nútímafólk að setja sig í spor fyrsta skógræktarstjórans og yfirmanns sandgræðslumála.

...