Sævar Markús Óskarsson rekur íslenska tískuhúsið SÆVAR MARKÚS. Hann hannar ekki bara fötin í línunni heldur einnig efnin og leggur hann mikinn metnað í munsturgerð og snið. Stundum stendur hann vaktina í Apotek Atelier á Laugaveginum þar sem hann og selur vörur sínar ásamt Halldóru Sif sem rekur íslenska tískuhúsið Sif Benedicta.
Háklassa hönnun Sævar Markús leggur mikla áherslu á vönduð efni og falleg snið í sinni hönnun.
Háklassa hönnun Sævar Markús leggur mikla áherslu á vönduð efni og falleg snið í sinni hönnun.

Marta María Winkel Jónasdóttir
mm@mbl.is

Sævar Markús hefur verið hrifinn af slæðum og klútum síðan hann var lítill drengur og fékk að skoða í klæðaskáp mömmu sinnar og ömmu. Amma hans var mikil slæðukona.

„Slæðuáhugi kom bæði frá ömmu og einnig mömmu minni, en ég man eftir að hún setti ávallt silkiklút um hálsinn á mér þegar ég var veikur sem barn. Þannig að mér þykir kannski sérstaklega vænt um þennan fylgihlut,“ segir Sævar Markús.

Slæður voru töluvert í umræðunni í tengslum við forsetaframboð Höllu Tómasdóttur, nýkjörins forseta Íslands. Þegar hann er spurður að því hvort sala á slæðum hafi snaraukist síðan Halla Tómasdóttir var kosin segist hann finna mun.

„Salan hefur aukist en klútarnir hjá okkur eru þó ekki uppseldir þótt þeir hafi tekið stökk í sölu,“ segir hann.

Byrjaði að safna klútum á unglingsaldri

...