Gunnlaugur Þórhallsson fæddist á Finnastöðum í Grýtubakkahreppi, S-Þing. 12. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 19. júní 2024.

Foreldrar hans voru Þórhallur Gunnlaugsson sjómaður og bóndi á Finnastöðum, f. 2. júlí 1889, d. 18. febrúar 1970, og Vigdís Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1894, d. 23. janúar 1982. Gunnlaugur var yngstur 12 systkina, en hin voru: Jón Mikael, f. 1914, d. 1982, Þórlaug, f. 1915, d. 1978, Sigrún, f. 1916, d. 1994, Guðjón, f. 1919, d. 2020, Svava, f. 1921, d. 1922, drengur, f. 1922, d. 1922, Svavar Þorsteinn, f. 1924, d. 2014, Marta Helga, f. 1926, d. 1926, Jakobína Fanney, f. 1927, d. 2010, og Vilhjálmur Elías, f. 1929, d. 1981. Einnig átti hann samfeðra bróður, Ragnar Hörgdal, f. 1913, d. 1978.
Hinn 27. desember 1963 kvæntist Gunnlaugur lífsförunaut sínum, Ágústu Fanneyju Guðmundsdóttur frá Skipagerði, V-Landeyjum, f. 26.

...