Myndlistarsýningin Armatura hefst í dag, 27. júní, í Gallerí Gróttu sem er hjá Bókasafni Seltjarnarness. Þar sýnir Sara Oskarsson listmálari verk sín.
Armatura Sara Oskarsson.
Armatura Sara Oskarsson.

Myndlistarsýningin Armatura hefst í dag, 27. júní, í Gallerí Gróttu sem er hjá Bókasafni Seltjarnarness. Þar sýnir Sara Oskarsson listmálari verk sín en hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Í tilkynningu segir að fyrir Söru sé málverkið miðill sem hún hafi takmarkalausa trú á. „Kjarninn í okkur sjálfum er til staðar frá fæðingu. Lífið togar hann og teygir í ýmsar áttir. Ég mála til þess að halda í kjarnann minn. Ég mála til þess að standa vörð um hann. Málverkin eru skjöldur minn og skjól í lífinu. Þar er ég örugg. Í málverkunum lifa draumar mínir og þrár. Þau líta svona út ...“ skrifar hún í tilkynningu.