Lóðaframboð í Reykjavík til einstaklinga er nánast ekkert og ljóst að stór hópur Reykvíkinga hefur flutt í önnur sveitarfélög.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Það sem einkennt hefur stjórn borgarinnar á undanförnum árum er í raun aðgerða- og stjórnleysi á mörgum sviðum. Gatnakerfi borgarinnar ræður illa við þá umferð sem fer um borgina daglega enda nánast engar gatnaframkvæmdir sem liðka fyrir umferðinni séð dagsins ljós síðasta áratuginn. Miklu fremur er víða í borginni þrengt að umferðinni með ýmsum hætti eins og þeir bifreiðastjórar hafa upplifað sem aka reglulega um borgina eða þurfa að sækja þjónustu, ekki síst í miðborgina og nánasta umhverfi.

Seinagangur í stjórnsýslu

Seinagangurinn í stjórnsýslu borgarinnar eykst með hverju árinu sem líður og sá borgarstjóri sem nú víkur fyrir nýjum borgarstjóra ber alla ábyrgð á. Það verður ekki auðvelt verkefni fyrir nýjan borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, að hreinsa flórinn eftir fráfarandi borgarstjóra, Dag B. Eggertsson. Borgarfulltrúum hefur hins vegar fjölgað úr 15 í 23 og árleg

...