Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa ekki enn staðið við sinn hluta samkomulags um uppbyggingu Siglufjarðar sem skrifað var undir árið 2012, að sögn Róberts Guðfinnssonar athafnamanns.
Umdeilt Svæðið í kringum Leirutanga hefur ekki verið ræktað upp eins og lagt var upp með í samkomulagi.
Umdeilt Svæðið í kringum Leirutanga hefur ekki verið ræktað upp eins og lagt var upp með í samkomulagi.

Egill Aron Ægisson
egillaron@mbl.is

Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa ekki enn staðið við sinn hluta samkomulags um uppbyggingu Siglufjarðar sem skrifað var undir árið 2012, að sögn Róberts Guðfinnssonar athafnamanns. Var það hlutverk bæjaryfirvalda að sjá um uppbyggingu og lagfæringar í miðbæ bæjarins og uppbyggingu útivistar- og tjaldsvæðis á Leirutanga.

Var samningurinn samkomulag á milli Fjallabyggðar og félagsins Rauðku ehf., sem í dag heitir Selvík og er í eigu Róberts, um að auka fjölbreytni í þjónustu fyrir ferðamenn og almenning og gera Siglufjörð að meira aðlaðandi byggðarlandi.

Róbert, sem var gestur Dagmála á mbl.is í gær, segir sjálfan sig hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins en fólst það t.a.m. í að byggja upp hótel, golfvöll og skíðasvæði á Siglufirði. Segist Róbert hafa eytt rúmum fjórum milljörðum króna af sínu eigin fé í verkefnin.

...