Áfangi Skrifað undir samkomulagið við höfnina í Hafnarfirði í gær.
Áfangi Skrifað undir samkomulagið við höfnina í Hafnarfirði í gær. — Morgunblaðið/Eggert

Nýr Tækniskóli mun rísa við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Fulltrúar stjórnvalda, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í gær. Framkvæmdin verður í tveimur áföngum, í fyrri áfanga er byggð um 24.000 fermetra bygging og í seinni áfanga um 6.000 fermetra viðbót. Um 3.000 nemendur munu geta stundað nám í nýjum skóla og verklok eru áætluð haustið 2029. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er 27 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt verkáætlun.

„Við lítum á þetta sem fjárfestingu. Við höfum þörf fyrir starfsnám og iðnnám í landinu umfram það sem við höfum getað boðið upp á til þessa. Það hefur orðið jákvæð breyting. Það er stóraukin eftirspurn þannig að við erum hér að fjárfesta í framtíð Íslands,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.