Áhafnir tveggja björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Varðar II á Patreksfirði og Bjargar á Rifi, voru kallaðar út í gær til að aðstoða fiskibáta í vandræðum. Vörður II var kallaður út rétt upp úr klukkan 6 í gærmorgun vegna lítils fiskibáts sem var í vélarvandræðum. Báturinn var þá staddur um fimm sjómílur norður af Bjargtöngum. Rétt fyrir klukkan 11 kom Vörður svo með bátinn til hafnar á Patreksfirði.

Upp úr hálfellefu í gærmorgun voru skipverjar á björgunarskipinu Björgu á Rifi kallaðir út vegna lítils fiskibáts sem var þá staddur undan Rauðasandi með bilað stýri. Bátinn rak hægt undan norðanáttinni en annars var engin hætta á ferðum. Taug var komið á milli og Björg tók bátinn í tog til Grundarfjarðar.

Í gærkvöldi var svo kallað út slökkvilið ásamt lögreglu og sjúkrabílum eftir að mannlaus sæþota sást út af Seltjarnarnesi. Tveir menn fóru í sjóinn. Hafði öðrum þeirra tekist að synda í land en hinn var enn

...