Skortur á hagkvæmum leiguíbúðum mun að óbreyttu aukast verulega á næstu misserum enda er eftirspurnin langt umfram framboðið.
Uppbygging við Hlíðarenda Fjárfestar eru að reisa tæplega 200 íbúðir við Haukahlíð á Hlíðarenda. Bjarg íbúðafélag á óbyggða lóð skammt frá.
Uppbygging við Hlíðarenda Fjárfestar eru að reisa tæplega 200 íbúðir við Haukahlíð á Hlíðarenda. Bjarg íbúðafélag á óbyggða lóð skammt frá. — Morgunblaðið/Baldur

Baldur Arnarson
baldura@mbl.is

Skortur á hagkvæmum leiguíbúðum mun að óbreyttu aukast verulega á næstu misserum enda er eftirspurnin langt umfram framboðið. Fyrir vikið bendir fátt til að húsnæðisstefna stjórnvalda muni ganga upp og jafnvægi nást í framboði og eftirspurn eftir hagkvæmum íbúðum.

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfson, formaður VR og nýkjörinn stjórnarformaður hjá Bjargi íbúðafélagi.

Tilefnið er að umsóknarfrestur hjá leigufélaginu Blæ er að renna út og verður valið úr hópi umsækjenda á næstunni. Borist hafa um 500 umsóknir um 36 íbúðir sem koma til afhendingar um áramótin.

Ragnar Þór segir skráningu á biðlista að ljúka en síðan verði umsækjendur um íbúðirnar dregnir út með slembiúrtaki. Það sé vissulega ekki óumdeild aðferð en á móti komi að fólk sé misjafnlega vel upplýst um íbúðirnar. „Eftirpurnin er margfalt meiri en framboðið. Málið er

...