Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Óli Björn Kárason alþingismaður sagði frá því í grein hér í blaðinu á miðvikudag að honum hefði verið „ókleift að styðja breytingar á húsaleigulögum þrátt fyrir nokkrar breytingar sem voru mjög til bóta“. Hann hefði varað við lagasetningunni og óttast að afleiðingarnar yrðu verri staða leigjenda, þvert á markmið frumvarpsins.

Óli Björn bendir á að meira að segja „vinstrisinnaðir hagfræðingar eru sannfærðir um að leigubremsa eða leiguþak séu skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir fyrir utan loftárásir“.

Það er mikið til í þessu og umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið var á svipuðum nótum. Þar var bent á að meirihluti leigusala séu einstaklingar og að hætt sé við að „þær auknu kröfur á leigusala sem eru lagðar til með frumvarpinu, til að mynda ýmsar tilkynningar, takmarkanir á úrræðum, skráningarskylda og afskráningarskylda að viðlögðum sektum, séu til þess fallnar að beina einstaklingum í að ráðstafa eignum sínum

...