Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar á Norðurlandi vestra, sem íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu í atkvæðagreiðslu á dögunum, tekur formlega gildi 1. ágúst næstkomandi. Stuðningur við sameininguna var afgerandi.
Blönduós Austur-Húnavatnssýsla er nú að stærstum hluta að verða eitt stórt sveitarfélag, sem er mjög víðfeðmt.
Blönduós Austur-Húnavatnssýsla er nú að stærstum hluta að verða eitt stórt sveitarfélag, sem er mjög víðfeðmt. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

FRÉTTASKÝRING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is

Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar á Norðurlandi vestra, sem íbúar sveitarfélaganna tveggja samþykktu í atkvæðagreiðslu á dögunum, tekur formlega gildi 1. ágúst næstkomandi. Stuðningur við sameininguna var afgerandi; um 90% þeirra sem atkvæði greiddu í Húnabyggð voru henni fylgjandi og í Skagabyggð sögðu um 76% já en þar var 92,5% kosningaþátttaka sem vart gerist betri. Sá háttur verður hafður á að 1. ágúst tekur sveitarstjórn Húnabyggðar yfir stjórn mála í Skagabyggð. Fráfarandi sveitarstjórn í síðarnefnda sveitarfélaginu verður til loka kjörtímabils vorið 2026 sem heimastjórn á Skaganum og mun þannig hafa umsagnarétt um málefni sem snerta íbúa núverandi Skagabyggðar og fylgja eftir vissum málum sem eru í vinnslu og snerta íbúa.

Nýtt sameinað sveitarfélag mun ná yfir alls 4.500 ferkílómetra svæði sem nær frá Gljúfurá í

...