Fjölskyldan Gunnhildur sambýliskona Unnar, Unnur, Sandra, Elín og Sigurgeir að halda upp á 17. júní á heimili Elínar og Sigurgeirs á Manhattan.
Fjölskyldan Gunnhildur sambýliskona Unnar, Unnur, Sandra, Elín og Sigurgeir að halda upp á 17. júní á heimili Elínar og Sigurgeirs á Manhattan.

Sigurgeir Örn Jónsson er fæddur 28. júní 1974 á fæðingarheimilinu í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík. Hann hóf nám í Ísaksskóla, fór síðan í Vesturbæjarskóla og kláraði gagnfræðinám frá Tjarnarskóla. Hann tók stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands frá stærðfræðibraut og útskrifaðist með BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands 1997.

„Á mínum yngri árum var tölvutækni helsta áhugamálið, en sá áhugi kviknaði við átta ára aldur og hefur fylgt mér síðan. Engin tölva var á heimilinu og fékk ég að taka frá eina klukkustund í viku í Vesturbæjarskóla til að sitja einn með kennslubók í basic og forrita með blað og penna í stílabók.“ Sigurgeir vann forritunarsamkeppni grunnskólanna fyrir hönd Tjarnarskóla nokkrum árum síðar.

„Ég var ávallt viðloðinn tölvutækni og seldi fyrstu hugbúnaðarlausnina til Búnaðarbankans þegar ég var þar sumarstarfsmaður. Vann jafnframt með skóla að hugbúnaðarþróun fyrir

...