Íslensku strákarnir í U20 ára landsliðinu í körfuknattleik eru með fullt hús stiga á Norðurlandamótinu í Södertälje í Svíþjóð eftir sigur á Svíum í gær, 82:78. Þeir unnu Eista í fyrsta leik og eru því með fjögur stig eftir tvo leiki en eiga eftir að mæta Dönum og Finnum. Almar Orri Atlason skoraði 16 stig fyrir íslenska liðið, Tómas Valur Þrastarson 14, Kristján Fannar Ingólfsson 14, Ágúst Goði Kjartansson 13 og Elías Bjarki Pálsson var með 11 stig og 14 fráköst.

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg verða með Barcelona og Aalborg í riðli í Meistaradeildinni í handbolta í vetur en Barcelona vann Aalborg í úrslitaleik keppninnar í vor. Í riðlinum eru einnig Kielce, Pick Szeged, Nantes, Zagreb

...