Enginn vilji hefur verið til að auka framboð á lóðum í höfuðborginni

Formaður VR ræddi vaxandi húsnæðisvanda í samtali við Morgunblaðið í gær og þá sérstaklega út frá ástandinu á leigumarkaði. Sagðist hann lengi hafa varað við að „snjóhengja sé að myndast á leigumarkaði og muni senn bresta“. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er einnig stjórnarformaður Bjargs íbúðafélags og segir að hvorki það félag né leigufélagið Blær fái byggingarhæfar lóðir.

Lóðaskorturinn verður til þess að lóðir hækka mjög í verði og ganga kaupum og sölum á verði sem gefur enga möguleika á að byggja húsnæði fyrir þá sem ekki hafa mikil fjárráð, til dæmis þá sem eru að reyna að eignast sína fyrstu íbúð, eða eru að leita að hagstæðum kosti á leigumarkaðnum.

Formaður VR nefnir tölur um þá miklu fjölgun sem orðið hefur á biðlistum hjá þessum íbúða- og leigufélögum og eru tölurnar sláandi. Fjöldi þeirra sem bíður eftir hagkvæmum íbúðum hefur margfaldast á einu ári og eins og Ragnar bendir á gerist þetta þrátt fyrir að

...