Björn Leví Gunnarsson
Björn Leví Gunnarsson

Eftir að hafa horft á kappræður Bidens og Trumps veit ég eiginlega ekki hvað er að gerast. Frambjóðendurnir voru svo óskiljanlegir að maður verður að spyrja sig hvort þetta sé það sem er í boði fyrir eitt valdamesta embætti jarðarinnar. Er enginn annar valmöguleiki?

Þó það séu fleiri í framboði þá er svarið samt einfaldlega nei. Óháðir frambjóðendur eða frambjóðendur annarra flokka í Bandaríkjunum eiga beinlínis ekki séns. Í mesta lagi getur þriðji valmöguleikinn stolið atkvæðum frá annaðhvort Biden eða Trump og þannig í raun hjálpað pólitískum mótherja.

Ein helsta ástæðan fyrir þessu er kosningakerfið. Í Bandaríkjunum er kosningakerfi þar sem kjósendur eru í rauninni að kjósa þingmenn til þess að velja forseta. Það er í rauninni kosið á nokkurs konar forsetavalsþing (e. The Electoral College) sem á sitja 538 manns. Samtals þarf svo 270 atkvæði þessara þingmanna til þess að velja forseta Bandaríkjanna. Það er

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson