Enn og aftur er það dugnaðurinn og kjarkurinn sem drífur einstaklinga áfram í að skapa og búa til velsæld fyrir samfélagið sitt og umheiminn sem nýta sér kosti landsins – sjávarfangið og mannauðinn.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Jón Sigurðsson forseti drakk í sig alþjóðastrauma samtímans en var að sama skapi afar framsýnn og einn mesti stjórnmálahugsuður sem Ísland hefur alið af sér. Hann lagði stund á hagfræði og sagnfræði við Kaupmannahafnarskóla. Það er ljóst að hann var vel lesinn og kunni góð skil á helstu klassísku kenningum hagfræðinnar. Leiðarstefið þar var gjarnan hvernig þjóðir gætu aukið hagsæld sína og auðlegð út frá aukinni sérhæfingu. Augljóst er á skrifum Jóns að hugmyndir hinna klassísku hagfræðinga Adams Smiths og Davids Ricardos voru ákveðið leiðarljós í skrifum hans um framtíðarfyrirkomulag íslenska hagkerfisins.

Alþjóðaviðskipti í sókn

Á 19. öldinni verður mikil aukning í alþjóðaviðskiptum. Samhliða því verða umfangsmiklar framfarir í öllum samgöngum og fjarskiptum. Hinn klassíski hagfræðiskóli lagði áherslu á að alþjóðaviðskipti væru grundvöllur fyrir efnahagslegum vexti og nýsköpun. Fleiri störf væru sköpuð,

...