Samningaviðræður um byggingu Ölfusárbrúar standa enn yfir milli Vegagerðarinnar og ÞG Verks. Upphæð tilboðsins hefur ekki verið gefin upp, en áætlaður kostnaður við brúna er allt að 8 milljarðar króna.
Mannvirki Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir 
miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi.
Mannvirki Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi. — Tölvumynd/Vegagerðin

Óskar Bergsson
oskar@mbl.is

Samningaviðræður um byggingu Ölfusárbrúar standa enn yfir milli Vegagerðarinnar og ÞG Verks. Upphæð tilboðsins hefur ekki verið gefin upp, en áætlaður kostnaður við brúna er allt að 8 milljarðar króna.

Fimm fyrirtæki óskuðu eftir að taka þátt í samkeppnisútboði um verkið, eftir að það var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjögur erlend fyrirtæki tilkynntu þáttöku, þar af eitt í samstarfi við Ístak, og síðan ÞG Verk.

Forstjóri Vegagerðarinnar lýsti opinberlega yfir ánægju með áhuga erlendra aðila á verkinu en niðurstaðan var sú að enginn þeirra skilaði inn tilboði, aðeins ÞG Verk. Þetta var í mars sl.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafullrúi Vegagerðarinnar, segir ástæðu þess að erlendu aðilarnir skiluðu ekki inn tilboðum vera margvíslegar, m.a. að starfsumhverfi hér á landi sé óaðgengilegt fyrir þá.

„Það

...