Við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi er nýlega komið upp stórt víkingaskip. Skipið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Park Iceland.
Hjörleifshöfði Víkingaskipið Örninn er komið upp á Mýrdalssandi á vegum Viking Park Iceland.
Hjörleifshöfði Víkingaskipið Örninn er komið upp á Mýrdalssandi á vegum Viking Park Iceland. — Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

Við Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi er nýlega komið upp stórt víkingaskip. Skipið er á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Park Iceland, sem stefnir að því að byggja upp sögu- og menningartengda ferðaþjónustu við Hjörleifshöfða og Hafursey.

„Okkur langaði sérstaklega að kynna fyrir landi og þjóð, ásamt erlendum ferðamönnum, sögu landnámsins og vekja athygli fólks á nýjum og spennandi áfangastað. Hluti af því er víkingaskipið,“ segir Jóhann Vignir Hróbjartsson, framkvæmdastjóri Viking Park Iceland, í samtali við Morgunblaðið.

Víkingaskipið ber nafnið Örninn og var upphaflega gjöf frá Noregi til Reykjavíkurborgar árið 1974 í tilefni af 1.100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Skipið var um tíma geymt í Nauthólsvík, á Árbæjarsafni og síðar Korpúlfsstöðum. Til stóð að farga skipinu en Jóhann Vignir og sonur hans, Vignir , hafa unnið við endurgerð þess undanfarin misseri. Fær það nú framhaldslíf í Víkingagarðinum

...