Innherjar geta framið innherjasvik þrátt fyrir að innherjaupplýsingar hafi verið gerðar opinberar. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið.
Hlutabréfaviðskipti Nokkur áhöld hafa verið uppi um hvað teljast innherjaupplýsingar og hvaða ekki, og þá á hvaða forsendum hægt er að eiga viðskipti.
Hlutabréfaviðskipti Nokkur áhöld hafa verið uppi um hvað teljast innherjaupplýsingar og hvaða ekki, og þá á hvaða forsendum hægt er að eiga viðskipti.

Kári Freyr Kristinsson
karifreyr@mbl.is

Innherjar geta framið innherjasvik þrátt fyrir að innherjaupplýsingar hafi verið gerðar opinberar. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið. Andri ritaði nýverið grein í Tímarit lögfræðinga þar sem hann komst að þessari niðurstöðu.

„Þetta hljómaði mjög augljóst, að það væri ekki hægt að fremja innherjasvik eftir að upplýsingar hætta að vera innherjaupplýsingar á þessum tímapunkti. Þá fór ég að skoða hvort komið geti upp tilvik þar sem aðili gæti talist hafa notfært sér innherjaupplýsingar eftir að búið er að gera þær opinberar,“ segir Andri.

Hann skrifaði greinina út frá skráðu félögunum á Íslandi og því banni við innherjasvikum sem hér gildir. Hann gerði það annars vegar með því að greina hvað innherjasvik eru og

...