Grindavík Þórkatla hefur keypt fjölda íbúða að undanförnu.
Grindavík Þórkatla hefur keypt fjölda íbúða að undanförnu. — Morgunblaðið/Eggert

Fasteignafélagið Þórkatla hefur tekið á móti nærri 400 eignum í Grindavík og búist er við að verði tekið við nærri 300 eignum í júlí og ágúst.

Um 900 Grindvíkingar hafa nú sótt um sölu á eignum til fasteignafélagsins og gengið hefur verið frá nærri 740 þinglýstum kaupsamningum, eða um 82% þeirra sem sótt hafa um. Í tilkynningu frá fasteignafélaginu segir að búist sé við að heildarfjöldi umsækjenda verði allt að 950 og að heildarfjárfesting félagsins verði allt að 75 milljarðar króna. Markvisst er nú unnið í umsóknum þar sem ýmsar hindranir hafa komið upp.

Að sögn Arnar Viðars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Fasteignafélagsins Þórkötlu, er utanumhald og rekstur eignanna stóra verkefnið fram undan og er verið að skoða hvernig best sé að fara að því.

Styttist í næsta gos

Veðurstofan sendi frá sér yfirlit í gær þar sem fram kemur að landris heldur áfram

...