Í tilefni af árásinni á Árvakur fyrir viku sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra réttilega við mbl.is: „Þetta er hluti af stríðsrekstri.“

Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is

Endanleg sönnun á að rússneski netglæpahópurinn Akira hafi staðið að innbrotinu í tölvukerfi Árvakurs fyrir viku er erfið. Laumast er inn í kerfi, finnist á þeim veikleikar, og gerð árás þegar líklegt er að hámarksárangur náist við að útiloka notkun eiganda á gögnum sínum nema gegn greiðslu til tölvuþrjótanna. Hitt er þó sannað að í Rússlandi Pútins er skjól fyrir slíka netglæpamenn og þrjóta.


Umræður um netógnir í framhaldi af árásinni á Árvakur vekja minningar um fundi í öllum norrænu höfuðborgunum í lok árs 2019 og fyrstu mánuði 2020 áður en heimsfaraldurinn stöðvaði öll ferðalög. Safnað var efni í skýrslu og tillögur um nokkra þætti utanríkis- og öryggismála í umboði norrænu utanríkisráðherranna.

Eitt af því sem skyldi kannað var afstaðan til fjölþáttaógna og netógna. Þessi mál bar ekki hátt

...

Höfundur: Björn Bjarnason