Í júníbyrjun kom út lag Magnúsar Haraldssonar við vísu sem Þórir jökull orti áður en hann lagðist undir höggið í aftökunum eftir Örlygsstaðabardaga 21. ágúst 1238.

Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is

Í júníbyrjun kom út lag Magnúsar Haraldssonar við vísu sem Þórir jökull orti áður en hann lagðist undir höggið í aftökunum eftir Örlygsstaðabardaga 21. ágúst 1238: Upp skalt á kjöl klífa . Sturlu Þórðarsyni voru boðin grið og skrifaði um þessa atburði í Íslendingasögu sem er nú best þekkt sem uppistaðan í Sturlungusafninu. Það er ánægju- og óvenjulegt að hægt sé að flytja svo gamla vísu í nútímabúningi og ætlast til að fólk skilji hana. „Upp skaltu á kjöl klífa, / köld er sjávar drífa. / Kostaðu huginn að herða, / hér muntu lífið verða [láta]. / Skafl beygjat þú skalli [ekki setja upp skeifu, skalli] / þó að skúr á þig falli. / Ást hafðir þú meyja. / Eitt sinn skal hver deyja.“

Þórir var í tímaþröng og hafði því lítinn tíma til að flækja mál sitt. Sama á við um Jökul Bárðarson, móðurbróður Grettis sterka,

...

Höfundur: Gísli Sigurðsson