Hinn kunni skákmeistari Sigurbjörn Björnsson kemur sterkur inn í bók sem hann hefur sent frá sér og ber nafnið Hve þung er þín krúna.
Áritun Sigurbjörn bauð til útgáfuhófs í anddyri Laugardalshallar í vikunni. Til hliðar við hann er dóttir hans, Lára, sem teiknaði kápumynd.
Áritun Sigurbjörn bauð til útgáfuhófs í anddyri Laugardalshallar í vikunni. Til hliðar við hann er dóttir hans, Lára, sem teiknaði kápumynd. — Ljósmynd/Helgi Ólafsson

Hinn kunni skákmeistari Sigurbjörn Björnsson kemur sterkur inn í bók sem hann hefur sent frá sér og ber nafnið Hve þung er þín krúna og fjallar um einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972. Sigurbjörn hefur látið svo um mælt að bókin sé ekki síst ætluð þeim sem lítið kunna fyrir sér í skák eða hirða kannski ekki um að tefla upp meira en 50 ára gamlar viðureignir en geta auðveldlega haldið þræði við upprifjun á æsilegum atburðum einvígisins. Kallaðir eru fram aðalleikararnir tveir. Og svo þeir sem fóru með stóru aukahlutverkin. Sigurbjörn leitast við að spá í hugarheim allra þessara og hefur þá fyrir eitt og annað sem viðkomandi aðilar hafa t.d. ritað um einvígið, jafnvel meðan á því stóð.

Það er vel til fundið hjá Sigurbirni að skjóta inn nokkrum myndum úr þrettándu skák einvígisins en sú viðureign kjarnar það stórkostlega drama sem einvígið var. Tap Spasskís í þessari skák var fyrir aðdáendur hans himinhrópandi harmleikur en Sigurbjörn, með

Höfundur: Helgi Ólafsson