Fjölskyldan Stödd í Ostuni í Puglia-héraði, suðaustast á Ítalíu, en þaðan fá þau hjónin tómatana.
Fjölskyldan Stödd í Ostuni í Puglia-héraði, suðaustast á Ítalíu, en þaðan fá þau hjónin tómatana.

Emil Hallfreðsson er fæddur 29. Júní 1984 í Reykjavík en hann ólst upp á holtinu í Hafnarfirði.

„Rætur mínar liggja vestur í Geiradal, nánar tiltekið Stekkjarholt og þangað fór og fer fjölskyldan reglulega.“

Emil gekk í Hvaleyrarskóla og síðan Flensborgarskólann í Hafnarfirði þaðan sem hann varð stúdent. „Ég vann almenn sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ á unglingsaldri.“

Emil hóf ungur að æfa fótbolta með FH og spilaði með meistaraflokki félagsins 2002-2004. Hann fór svo út í atvinnumennsku og var á mála hjá Tottenham 2005-2007 en var á láni hjá Malmö FF veturinn 2006, þar sem hann lék 24 leiki og skoraði 8 mörk. Hann var svo hjá Lyn í Ósló sumarið 2007 en fór svo til Reggina í Kalabríuhéraði á Suður-Ítalíu. Hann var einn vetur í láni hjá Barnsley en var síðan hjá Hellas Verona, Udinese, Frosinone sem er nálægt Róm, Padova og að lokum hjá Virtus Verona. Hann lék 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og var

...