Söngvar Vesturfaranna, eistnesk strengjasveit og nýr íslenskur píanókonsert er á meðal þess sem mun hljóma á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem hefst í næstu viku, þann 3. júlí, og stendur til 7. júlí.
Íslensk-hollenska sveitin spilar á endurreisnarhljóðfæri.
Íslensk-hollenska sveitin spilar á endurreisnarhljóðfæri.

Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is

Söngvar Vesturfaranna, eistnesk strengjasveit og nýr íslenskur píanókonsert er á meðal þess sem mun hljóma á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem hefst í næstu viku, þann 3. júlí, og stendur til 7. júlí. Auk þess verður boðið upp á námskeið í balkansöng, bluegrass-tónlist, íslenskum og dönskum þjóðdönsum.

„Metnaður hátíðarinnar liggur alltaf í því að reyna að gefa ungu fólki, sem er að stíga sín fyrstu spor í listinni, tækifæri til þess að koma fram á hátíðinni. Hátíðin er því bæði fyrir unga og óreynda snillinga og eldri og grónari listamenn,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðarinnar, inntur eftir því hverju unnendur hennar megi búast við í ár. „Það var hugmynd mín í upphafi að laða fólk til Siglufjarðar og að bærinn myndi festa sig í sessi sem heimabær íslenska þjóðlagsins,“ bætir hann við en Þjóðlagahátíðin var fyrst haldin

...