Er mín kynslóð ef til vill hreinlega ósýnileg fyrir æsku þessa lands?

Pistill
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is

Ég er hugsi varðandi æsku þessa lands. Ég spila bumbubolta tvisvar í viku, þrisvar þegar mestur sláttur er á okkur félögum, á gervigrasvelli hjá ónefndu íþróttafélagi hér á höfuðborgarsvæðinu. Fín hreyfing og enn þá betri félagsskapur. Um þessar mundir brestur á fótboltanámskeið hjá börnum á að giska tíu ára strax á eftir okkur og þar sem börn eru upp til hópa stundvísari en við sem orðin erum eldri þá drífur þau að í hópum talsvert áður en námskeiðið hefst. Við erum að tala um marga tugi barna ef það losar ekki hundraðið.

Nema hvað. Við gömlu lurkarnir erum að nota svona ríflega fjórðung vallarins, þannig að blessuð börnin hafa tæplega þrjá fjórðunga til að ærslast og hlaupa sig í gang áður en ballið hefst formlega. Og virða það flest. En alls ekki öll. Þannig gerðist það á báðum æfingum vikunnar að tíu piltar eða svo komu inn á

...