Hvernig var hljómsveitin FLOTT stofnuð?

„Mig langaði einfaldlega að stofna hljómsveit. Ég hafði lært tónlist í Svíþjóð og var búin að vera í námi í heimspeki. Mig langaði svo að gera eitthvað skapandi og í því námi lærði ég að láta bara vaða. Svo ég fór í tónleikaferðalag um Svíþjóð með heimatilbúinni hljómsveit og fattaði þá að það getur alls konar fólk búið til tónlist. Mig langaði að sýna að stelpur kynnu á hljóðfæri og ákvað því að heyra í Ragnhildi vinkonu minni, sem spilar nú á hljómborð í hljómsveitinni okkar FLOTT. Við fórum að spyrjast fyrir og heyra í fleiri stelpum sem við vissum að kynnu á hljóðfæri og héldum að væru til í þetta. Við þekktumst ekki mikið fyrir fram en vorum þó allar í Menntaskólanum við Hamrahlíð.“

Hverjir eru meðlimir hljómsveitarinnar?

„Ég syng og Ragnhildur Veigarsdóttir spilar á hljómborð, Eyrún Engilbertsdóttir spilar á gítar, Sylvía Spilliaert spilar á bassa og

...